31.desember 2010Breiðdalsá
Laus veiðileyfi komin á vefinn og nýr glæsilegur vefur verður tilbúinn næstu helgi.

Nú í árslok eru komin listi yfir laus leyfi 2011 á vefinn okkar enda ekki seinna vænna að bóka enda er óðum að þrengjast um framboð hjá okkur.

Nánar >>

24.desember 2010
Gleðileg jól

Bestu óskir um gleðilega jólahátíð og heillaríkt komandi ár
þökkum samskiptin á árinu, sem er að líða .

15.desember 2010
Rjúpnaveiði var góð og salan komin á fullt fyrir 2011!

Óhætt er að segja að nýliðið rjúpnaveiðitímabil var það besta sem verið hefur hin síðari ár á okkar svæðum fyrir austan. Í Breiðdalnum er áætlað að um 500 rjúpnur hafi verið skotnar og miðað við fjölda veiðimanna og ásókn gerir það á bilinu 10-15 rjúpur á mann svo flestir fengu þar skammtinn sinn nú fyrir jólin.

Nánar >>

Breiðdalsá17.nóvember 2010
Flott veiðimynd með töluvert efni af okkar svæðum

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um mynddisk um fluguveiðar á Íslandi og var tekið sumarið 2009. Voru myndatökumenn þessir mikið á Jöklusvæðunum okkar og nokkur frábær skot má nefna þaðan, t.d er lax tekur í Brúarhyl í Kaldá og í Fossinum í Fossá. Einnig er efni frá Minnivallalæk töluvert líka á diskinum og víðar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að kaupa þennan disk.

Nánar >>

Breiðdalsá5.nóvember 2010
Rjúpnaveiðifréttir að austan

Það blés ekki byrlega með veður þessa fyrstu helgi í rjúpnaveiði fyrir austurlandið. Og á föstudaginn var hellirigning og rok og aðeins tvær skyttur reyndu að skjóta þann daginn í Breiðdal......
Nánar >>

Breiðdalsá21.október 2010
Var gott sumar og bókanir hafnar fyrir 2011

Klakveiði í laxveiðiám okkar lauk í síðustu viku og þar með er hefðbundnum haustverkum lokið og horft til næsta árs. Óhætt er að segja að vertíðin var góð á öllum okkar vígstöðvum og tölurnar tala sínu máli.
Nánar >>

Breiðdalsá16.september 2010
1000 laxa múrinn rofin!

Loksins rauf Breiðdalsá 1000 laxa múrinn en það hefur aldrei náðst áður, en tvisvar sinnum hefur áin farið yfir 900 laxa áður. Frábær veiði hefur verið og t.d. einn daginn í vikunni komu 32 laxar á land
Nánar >>

Breiðdalsá1.september 2010
Mokveiði í Breiðdalsá

Allt agn var leyft í Breiðdalsá eftir hádegi í gær og hafa fyrstu þrjá vaktirnar gefið yfir 100 laxa og dagurinn í dag gaf 62 laxa sem er metveiði.
Nánar >>

Hrútá17.ágúst 2010
Hefur dofnað en spáir rigningu

Eftir  frábæran júlí hefur heldur dofnað yfir Hrútu, Breiðdalsá og Jöklusvæðinu í ágúst vegna þurrka. Mikill lax er í Hrútu en hann safnast í fáa hylji og ef rignir eitthvað koma góð skot.
Nánar >>

Kaldá28.júlí 2010
Jöklusvæðið tekur kipp!

Það fengust 15 laxar bara á einum degi í Jöklusvæðinu núna í vikunni og er dagsveiðin þá farin að slá hátt upp í svipað og í Breiðdalsá ef það heldur áfram.
Nánar >>

Breiðdalsá11.júlí 2010
Sjatnar í Breiðdalnum og risarnir mættir þar og einnig  í Hrútu!

Það er fyrst í dag sem hægt hefur verið að veiða Breiðdalsá almennilega frá opnun vegna flóða og morguninn gaf 10 laxa. En stóru tíðindin eru að þá kom að því að þeir stóru mættu til leiks og veiddist á Skammadalsbreiðu lax í morgun sem vó 12,5 kg og var hængur 106 cm langur!
Nánar >>

Breiðdalsá1.júlí 2010
Fréttir úr Breiðdal og Jöklu

Það hefur rignt óhemju í Breiðdalnum meira og minna síðan síðdegis á opnunardaginn 1. Júlí  og kraftaverk að það veiðist þó eitthvað enda Breiðdalsá nú mikið stórfljót.
Nánar >>

1.júlí 2010
Góður morgun í Hrútu og Breiðdalsá

Það byrjaði mjög vel í Hrútu í morgun laxveiðin. Tveir stórlaxar 86 og 83 cm náðust og tveir aðrir minni komu líka á land. Nokkra aðra var sett í sem fóru af. Var lax greinilega nokkuð dreifður um ánna og vart alveg upp í Réttarstreng
Nánar >>

19.júní 2010
Fréttir af fiskum og veiðileyfum

Fyrir nokkrum dögum sáust laxar í Brúarhylnum í Síká við Hrútafjarðará sem er óvenju snemmt. Allavega tveir laxar voru þar á ferð og hugsanlega sá þriðji. Ekki var sjálf Hrútafjarðará skoðuð nema......
Nánar >>

2.júní 2010
Umhverfisstefna fyrir Breiðdalsá

Umhverfið við Breiðdalsá er fagurt og tignarlegt með mörgum veiðistöðum að fjölbreyttri gerð.
Nánar >>

Breiðdalsá10.maí 2010
Veiðifréttir og laus veiðileyfi

Fyrstu tvo dagana í maí veiddist ágætlega af bleikju í Breiðdalsá eins og sjá má á myndum hér. En síðan var reynt aftur núna um helgina og var þá rólegt, einnig var þá smástreymt sem getur haft áhrif en það sýnir hvað sjóbleikjan getur  verið óútreiknanleg og aldrei á vísan að róa.
Nánar >>

Minnivallalækur9.apríl 2010
En mesta stórurriðaveiði sem um getur!

Það hefur gengið mikið á í Minnivallalæk eftir að fór að hlýna fyrir tveimur dögum. Þá var að veiðum hópur norskra veiðimanna í læknum sem þekkja hann vel og þeir lentu aldeilis vel í því er þeir fundu út hvað fiskurinn vildi taka.
Nánar >>

3.apríl 2010Rjúpnaverðtíð
Veiðin hófst í miklum kulda

Það var vægast salt kalt er Aðalsteinn Jóhannsson og félagar hófu veiðar í Minnivallalæk að morgni 1. apríl, 11 stiga frost og rok!. Enda var dræm taka og það var ekki fyrr en aðeins hlýnaði síðdegis að það komu þrír fiskar á land..
Nánar >>

11.mars 2010Rjúpnaverðtíð
Styttist í veiðina!

Það er vorlegt á landinu þessa dagana og minni okkur á það að óðum styttist í það að veiðin hefjist 1. apríl í Minnivallalæk. Hefur oft verið líflegt þá enda fiskur hungraður undan vetri og í tökustuði. Ágætlega er bókað í Minnivallalæk í apríl.......
Nánar >>

2.febrúar 2010
Staða lausra veiðileyfa

Fyrsta úthlutun er lokið og almennt er salan meiri en fyrir ári síðan á sama tíma. En ef farið er yfir flóruna hjá okkur eins og sjá má á vefnum er ennþá ýmislegt mjög áhugavert á boðstólum.

Nánar >>

Rjúpnaverðtíð

 


Þröstur Elliðason

KÆRU VEIÐIMENN

Veiðisumarið 2010 var mjög gott víða og hefur hvert stórveiðisumarið í laxveiði komið á undanförnum árum. Gleðilegt að stórlaxinn virtist einnig vera að koma í meira mæli almennt aftur eftir að hafa verið í stöðugri niðursveiflu undanfarin ár. Reyndar hefur stórlaxastefna Strengja skilað frábærum árangri í stærð laxa sem veiðast í okkar ám undanfarin ár, sérstaklega í Breiðdalsá og var engin breyting á því 2010. Og nýtt og glæsilegt met var slegið þar með 1.178 löxum veiddum sumarið 2010 en aldrei áður hefur áin farið yfir 1.000 laxa múrinn. Og í framhaldi af auknum gönguseiðasleppingum vorið 2010 má búast við enn betra sumri 2011, en ekki verður þá komist hjá hækkunum til að standa undir þeim kostnaði.

meira>>

Veiðibók

Jólagjöf veiðimannsins

Skrá mig á póstlista

Veiðiþjónustan Strengir
Smárarima 30
P.O. Box 12024
132 Reykjavík - Iceland
Phone/Fax 354 567 5204
Mobile Tel. 354 660 6890
E-mail: ellidason@strengir.is

 

Smárarimi 30 - 132 Reykjavík - Sími: 567 5204 - Fax: 567 5204 - Gsm: 660 6890 - Netfang: ellidason@strengir.is - Vefur: www.strengir.is